Ábyrg verslun er viðurkenning fyrir verslanir sem sýna samfélagslega ábyrgð við sölu á vörum sem hvorki eru ætlaðar börnum né ungmennum.

Tilgangur Ábyrgrar verslunar er að leggja áherslu á öryggi barna og ungmenna. Það þýðir að vörur sem eru bannaðar sölu til einstaklinga undir 18 ára aldri eru ekki afhentar nema viðskiptavinur geti sýnt fram á löglegan aldur. Ábyrg verslun tryggir að lögum um sölu varanna sé framfylgt og setur upp skilvirkt aldursvottunarkerfi sem staðfestir aldur og hindrar sölu til barna og ungmenna.

Markmið okkar er að tryggja að börn hafi ekki aðgang að vörum sem geta haft skaðleg áhrif á heilsu þeirra eða þroska. Með skýru verklagi, virku eftirliti, traustu aldursvottunarkerfi og ábyrgri þjónustu viljum við stuðla að heilbrigðara og öruggara umhverfi fyrir öll.

Við trúum því að ábyrgð í verslun sé ekki aðeins lagalegt atriði, 
heldur siðferðisleg skylda.