Núgildandi lög og reglugerðir fela í sér
– að lög um tóbaks- og nikótínvörur eru aðskilin. Enda er áhættumynd tóbaks- og nikótínvara gjörólík.
– að hvorki má selja né afhenda einstaklingum undir 18 ára aldri tóbaks- eða nikótínvörur.
– að tóbaks- og nikótínvörum skuli komið þannig fyrir á sölustöðum að varan sé ekki sýnileg viðskiptavinum, að undanskildum sérverslunum.
– að sérstakt leyfi þarf til að selja tóbaks- og nikótínvörur.
– að allar vörur, þ.m.t. umbúðir og innihaldsefni, þurfa að fara í gegnum umsóknarferli og samþykktir áður en þær eru markaðssettar.
– að viðvaranir og upplýsingar á nikótínvörum skulu vera á íslensku.
– að texti eða myndmál á nikótínvörum skuli ekki höfða til barna.
Tillaga að lagabreytingu ráðherra felur í sér
Að sameina lög um tóbaks- og nikótínvörur.
Með réttu skulu ströng lög gilda um tóbakssölu þar sem skaðsemi reykinga er óumdeild. Nikótínvörur valda hins vegar ekki krabbameini eða öðrum langvarandi sjúkdómum, og eiga því ekki heima undir sama hatti.
Að ráðherra fái óhóflegt vald á takmörkun vöruframboðs.
Þessi tillaga um lagabreytingu gefur ráðherra óhóflegt vald sem getur gjörbreytt vöruframboði með stuttum fyrirvara. Ákvörðun sem þessi skal ávallt vera tekin af Alþingi svo rekstrargrundvöllur verslana sé fyrirsjáanlegur.
Að lagt verði bann við rafrettum sem innihalda önnur bragðefni en tóbak eða mentól.
Það hefur sýnt sig í nágrannalöndum að bann sem þetta dregur ekki úr notkun bragðefna, heldur flytur aðeins sölu frá verslunum til svarta markaðsins. Með þessu eykst aðgengi barna og minnkar eftirlitsúrræði sem stjórnvöld hafa.
Að lagt verði bann við nikótínpúðum sem innihalda bragðefni sem höfða sérstaklega til barna.
Í gildandi lögum er nú þegar bannað að hafa myndmál eða texta sem getur höfðað til barna. Það er því bannað að markaðssetja nikótínpúða með bragðefnaheiti sem höfðar til barna.
Að umbúðir nikótínvara verði einsleitar.
Með þessu banni eru stjórnvöld að takmarka eignarrétt og tjáningarfrelsi framleiðenda á vörumerki sínu án þess að verulegir almannahagsmunir liggi fyrir. Með einsleitum umbúðum er hætta á að starfsfólk verslana og neytendur rugli saman ólíkum vörum með mismunandi nikótínstyrk.
Að óheimilt verði að selja tóbaks- og nikótínvörur í netverslunum.
Ábyrg verslun talar fyrir frjálsri verslun á Íslandi og frjálsu aðgengi neytenda að vörum hvar sem þeir búa á landinu. Við styðjum hins vegar að netverslunum verði gert skylt að sannreyna aldur við kaup og afhendingu á tóbaks- og nikótínvörum.
Að söluaðilum verði gert skylt að spyrja alla um skilríki og að innleiða aldurssannprófunarkerfi.
Hér erum við sammála og bjóðum upp á lausn fyrir þína verslun.