Stöndum vörð
um aldurstakmörk
Aldursvottunarkerfi fyrir ábyrgar verslanir
Við viljum tryggja að börn og ungmenni undir 18 ára aldri geti ekki keypt tóbaks- og nikótínvörur. Þess vegna stofnuðum við Ábyrga verslun.
Þær verslanir sem fá merki Ábyrgrar verslunar tryggja að tóbaks- og nikótínvörur séu ekki seldar börnum og ungmennum. Það þýðir að þær verða að hafa aldurssannprófunarkerfi, smásöluleyfi til sölu á tóbaks- og nikótínvörum, tryggja að vörurnar séu ekki sýnilegar í verslun og hafa einungis þær tóbaks- og nikótínvörur til sölu sem hafa verið samþykktar af eftirlitsaðila.
Ábyrg verslun
þrýstir á stjórnvöld
– að leggja áherslu á virkt, stafrænt aldursvottunarkerfi.
– að setja kraft í markaðseftirlit.
– að hafa viðurlög skýr og beita refsiákvæðum þar sem brot eiga sér stað.
– að sýna hófsemi í lagasetningu og að ýta ekki vöruflokknum á svartan markað þar sem eftirlit er lítið sem ekkert.








